Greinasafn fyrir merki: kennarar

Áhugaverð síða-Response to Intervention

Okkur hjá sjálfsmyndarsíðunni langar að benda ykkur á áhugaverða síðu: www.interventioncentral.org –  

Image

 

Á síðunni má finna alls kyns ráð og ábendingar fyrir kennara og þá sem vinna með börnum. Margt af þessu er vel rannsakað og tengist námi, líðan og hegðun barna og unglinga og eru þetta allt liðir í því í að stuðla að bættri sjálfsmynd þeirra.

Mikil áhersla er lögð á RTI (Response to Intervention) en með RTI er lögð áhersla á forvarnir fyrr en seinna, reglubundnar og örar mælingar á árangri og vel rannsakaðar leiðir og verkefni til að ná til barna sem eiga erfitt uppdráttar í námi. 

 

 

Áhugaverð verkefni og verkfæri fyrir börn

Bryndís Guðmundsdóttir þroskaþjálfi benti okkur á þessa áhugaverðu heimasíðu: http://www.senteacher.org. Hér er hægt að prenta út verkefni:http://www.senteacher.org/Print/Other/
feelings

sen<a

Á síðunni má finna skemmtileg og áhugaverð verkefni og verkfæri til að nota í vinnu með börnum t.d. í tilfinningavinnu, félagsfærnivinnu og sjálfsmyndarvinnu.
Við hvetjum alla til að kíkja á síðuna og kanna hvort þar megi finna verkefni sem gæti nýst ykkur vel í starfi/uppeldi.

Sumargjöf frá skólanum – jákvæð umsögn, hrós

Þuríður Lilja námsráðgjafi í Oddeyraskóla á Akureyri sendi okkur þessa skemmtilegu hugmynd að hrósleik sem þau í skólanum hafa framkvæmt:

Í kringum sumardaginn fyrsta fá allir nemendur sendingu í pósti frá skólanum. Það er fallegt, plasthúðað skjal þar sem lögð er áhersla á að draga fram jákvæða og sterka þætti hjá hverjum einstaklingi. Nafn viðkomandi er haft upp á töflu eða mynd af honum í einn dag þar sem hrós eða falleg orð bekkjarsystkina eru skráð og kennarinn heldur utan um það. Þessar kveðjur geta verið með ýmsu móti, bæði frá umsjónarkennara, starfsfólki eða bekkjarsystkinum allt í bland og mismunandi hvað skjalið er stórt fer t.d. eftir aldri barnsins hvað á við, unglingum getur t.d. hentað að hafa það í kortastærð þar sem hægt er að hafa umsögnina í kortaveskinu hjá símanum osfrv.
Einnig hefur komið fyrir að stjórnendur hafi gert slíkt hið sama við starfsfólk sitt þ.e. sent heim til þeirra skjal þar sem þeir nefna styrkleika viðkomandi, sem er mjög ánægjulegt.

umslag

Ævisagan mín – Gagnlegt verkefni með börnum

Ævisagan mín er skemmtilegt og um leið gagnlegt verkefni sem hægt er að grípa í þegar unnið er með börnum. Verkefnið getur virkað vel til að styrkja samband ráðgjafans/kennara og barns eða jafnvel sem hluti af ráðgjöf/meðferð. Verkefnið er líka skemmtilegt að vinna með foreldum eða eldri systkinum.

Ævisagan mín getur gefið öðrum góða sýn á hugmyndir, líðan og framtíðardrauma barnsins. Verkefnið er hluti af verkefnabók um hugræna atferlismeðferð fyrir börn. Höfundur verkefnabókarinnar er Dr Gary O’Reilly sem sér um doktorsnám í klíníski sálfræði við UCD (University College Dublin).

Ævisagan mín