Greinasafn fyrir merki: Fjársjóðsleitin

Fjársjóðsleitin – Leið til að bæta sjálfsmyndina og styrkja sjálfstraustið

fjarsj

 

Árið 2010 hófst verkefni ætlað drengjum á aldrinum 7-10 ára sem nefnist Fjársjóðsleitin. Markmiðið með verkefninu var að ná betur til drengja í ráðgjöf innan skólakerfisins. Reynsla margra námsráðgjafa innan veggja grunnskólanna var á þá leið að stúlkur leituðu meira í ráðgjöf en drengir og minna efni var til sem hentaði drengjum.

Hugmyndin með Fjársjóðsleitinni er að efla og bæta sjálfsmynd barna þar sem þemað er á þá leið að  börnin eru í leit að eigin styrkleikum eða fjársjóði. Börnin leika eins konar sjóræningja (góða sjóræningja að sjálfsögðu) og leita að fjársjóði bæði beint og óbeint.

Fjársjóðsleitar verkefnið stækkkaði og árið 2014 var gefin út handbók fyrir starfsfólk skóla sem hefur áhuga á að styðjast við Fjársjóðsleitina. Fjársjóðsleitin er í dag kennd sem nokkurra tíma námskeið þar sem lögð er áhersla á líðan, hegðun og sjálfsmynd. Verkefnin og hugmyndafræðin á námskeiðinu kemur úr hugrænni og atferlislegri nálgun í sálfræði/ráðgjöf. Unnið er að því að efla þekkingu barnanna á eigin sjálfsmynd og  kostum, unnið er með neikvæðar hugsanir, stigið er út fyrir þægindarammann og þjálfuð er ný hegðun með markmiðssetningu. Verkefnin koma úr ýmsum áttum og flest eru þau í anda hugrænnar atferlisfræði. Verkefni úr bókum Dr. Melanie Fennell hjá Oxford Háskóla í Bretlandi eru nýtt sem og önnur tæki og tól sem þekkt eru úr sálfræði og námsráðgjöf.

Þann 25. janúar geta fagaðilar sem hafa áhuga á að kynnast námskeiðinu tekið þátt á leiðbeinendanámskeiði Fjársjóðsleitarinnar og fengið í kjölfarið handbók fyrir fagfólk. Skráning fer fram hér: www.klifid.is

Einnig er hægt að eignast verkefnabók fyrir fagfólk og foreldra. Verkefnabókin er ætluð börnum og unglinum og byggir á Fjársjóðsleitinni. Til að eignast verkefanbókina er best að hafa samband við höfund á elvabjork@sjalfsmynd.com

Þann 17. janúar hefst næsta námskeið fyrir börn á aldrinum 7-10 ára hjá Klifinu Garðabæ. Skráning fer fram hér: www.klifid.is

 

 

Leiðbeinendanámskeið – Fjársjóðsleitin

Í mars verður boðið upp á leiðbeinendanámskeið  (til að kynnast Fjársjóðsleitinni – sjálfsstyrkingarnámskeiði fyrir börn) fyrir fagfólk sem starfar með börnum.

Námskeiðið er smiðja fyrir námsráðgjafa, kennara, þroskaþjálfa skólasálfræðinga og hjúkrunarfræðinga. Í smiðjunni  er fagfólk sem vinnur með 300-fjarsjodsleit_617a835c229addb2ea669df37df22e26börnum leitt í gegnum sjálfstyrkingarnámskeiðið Fjársjóðsleitina. Þátttakendur fá í hendurnar nýútkomna handbók og námskeið um notkun hennar.

Um er að ræða samtal höfundar og ráðleggingar, þar sem Elva Björk, miðlar af reynslu sinni og leiðum til vinna með hugræna atferlismeðferð á árangursríkan hátt með börnum.

Um Fjársjóðsleitina:

Fjársjóðsleitin er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir drengi þar sem þeir leita að sínum innri fjársjóði og styrkleikum. Námskeiðinu er ætlað að styrkja sjálfsmynd barna og bæta líðan þeirra og velferð.

Frekari upplýsingar og skráning hér:

http://klifid.is/index.php?option=com_zoo&task=item&item_id=309&category_id=2&Itemid=147

 

 

 

Fjársjóðsleitin

JAKE

Undanfarin ár hafa aðstandendur sjálfsmyndarsíðunnar boðið  upp á námskeið (í samvinnu við aðra) fyrir drengi á aldrinum 8-10 ára sem nefnist Fjársjóðsleitin.

Fjársjóðsleitin er námskeið sem ætlað er að bæta sjálfsmynd og líðan barna. Þema námskeiðsins er sjóræningjaþema og hefur efni þess og verkefni náð einstaklega vel til drengja á þessum aldri.

Námskeiði er kennt einu sinni í viku í fjórar vikur og er farið yfir margt sem tengst sjálfsmynd og líðan. Drengirnir læra að þekkja styrkleika sína, leita að gleðistundum í eigin lífi, setja sér markmið, stíga út fyrir þægindarammann og prufa að gera hluti sem þeir höfðu áður fyrr ekki trú á að þeir gætu.

Meðan á námskeiðinu stendur er farið í fjársjóðsleit, sjóræningjaleiki, spjallað og haft gaman.

Námskeiðið byggir á hugrænni atferlisfræði og eru verkefni og annað sem gert er á námskeiðinu tekið úr þeim fræðum. Tilgangur verkefnanna er að styrkja sjálfsmynd drengjanna og bæta sjálfstjórn og færni þeirra á mismunandi sviðum. Strákarnir vinna með fyrirmyndir í lífinu, markmið, félagsfærni, fjársjóði og fleira skemmtilegt.

Hönnun námskeiðsins hefur hlotið styrk frá Lýðheilsusjóði og er markmiðið að útbúa handbók  fyrir fólk sem vinnur með börnum. Foreldrar gætu þó einnig nýtt sér efni handbókarinnar.

Á næstu mánuðum verður unnið að gerð handbókarinnar og þegar þeirri vinnu er lokið mun handbókin verða kynnt fagfólki skóla. Það er von okkar að sem felstir fái tækifæri til að taka þátt á námskeiðinu þar sem það er einstaklega skemmtilegt og hafa erlendar rannsóknir á þeim verkefnum sem unnin eru á námskeiðinu, sýnt að þau eru sérlega gagnleg þegar kemur að því að bæta líðan og andlega heilsu.

Elva Björk Ágústsdóttir