Fjarnámskeið – Sjálfsmynd og líkamsmynd

Í nóvember verður aftur boðið upp á námskeið um sjálfsmynd og líkamsmynd.

Á námskeiðinu verður fjallað um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga. Farið verður í þá þætti sem móta sjálfsmyndina, þær breytingar sem verða á unglingsárum og þann kynjamun sem finna má á sjálfsmynd og líkamsmynd unglinga. Unnin verða hagnýt verkefni sem hægt er að nýta í starfi með börnum og unglingum eða í uppeldi

youth-570881_1920 (1)

Námskeiðið sem haldið var í ágúst gekk mjög vel og var mikill áhugi fyrir fjarnámskeiði.

Umsagnir:

Mat þátttakanda á mælikvarðanum 1-5 var 4,82

Frábært námskeið. Margt sem ég get tekið með mér og nýtt í mínu starfi.

Lifandi og góð kennsla, skemmtilegur kennari. Flott efni. Fræðilegur grunnur góður.

Frábært námskeið – ætti að vera skylduverkefni í grunn- og framhaldsskólum.

Upplýsingar:

https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=186H18&n=sjalfsmynd-og-likamsmynd-barna-og-unglinga-hagnyt-verkefni-og-leidir-til-ad-baeta-sjalfsmynd-og-lidan-fjarnamskeid&fl=uppeldi-og-kennsla

Færðu inn athugasemd