Að sjá það jákvæða í fari annarra: sagan af Jeremiah

Jeremiah, framhaldsskólanemi í Bandaríkjunum, ákvað að leggja sitt af mörkum til að bæta andrúmsloftið í skólanum sínum og berjast gegn einelti. Hann opnaði jeremiahsíðu (https://twitter.com/westhighbros) á Twitter þaðan sem hann „tístir“ hrósi til samnemenda sinna, til dæmis að þeir séu fyndnir, traustir vinir, góðir leiðtogar eða góðir í íþróttum eða tónlist, svo fátt eitt sé nefnt. Twitter-síða Jeremiah hefur fengið góð viðbrögð, bæði innan skólans og utan, og fleiri hafa fylgt fordæmi hans og opnað eigin vefsíður til að hrósa skólafélögum sínum. Það er sannarlega ástæða til að fyllast bjartsýni yfir hugvitssemi og jákvæðni þessa unga manns, og því að aðrir hafi fetað í fótspor hans. Það væri ekki úr vegi að segja íslenskum nemendum frá þessari síðu og jafnvel að vinna einhvers konar verkefni úr þessari hugmynd. Ef við kennum börnum að sjá það jákvæða bæði í eigin fari og annarra höfum við stigið stórt skref í átt til þess að gera heiminn að betri stað.“
Hér má sjá myndband um verkefni Jeremiah
Bergljót Gyða Guðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s