Sjálfsmynd barna (fræðsla fyrir foreldra barna á leik- og grunnskólaaldri)

Við hjá sjálfsmyndarvefsíðunni erum farnar af stað með fræðslu fyrir foreldra barna á leik- og grunnskólaaldri. Fjallað er um hvernig stuðla megi að sterkri sjálfsmynd hjá börnum, farið í helstu þætti sem hafa áhrif á sjálfsmynd og hvernig uppalendur geta haft áhrif á þessa þætti til að bæta sjálfsmynd barna sinna.

Picture1

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Í þeim birtist ný menntastefna sem hefur það meginmarkmið að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Kjarni menntastefnunnar er settur saman úr sex grunnþáttum: læsi, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun (www.menntamalaraduneyti.is)

Fræðsla um sjálfsmynd barna tengist flestum ef ekki öllum þessum þáttum og samræmist vel áherslu á sanngirni, samvinnu, líðan og heilsu og að styrkja börn í að hafa áhrif á umhverfi sitt.

Leikskólar, grunnskólar, foreldrafélög eða aðrir geta óskað eftir fræðslu með því að hafa samband við Maríu, Önnu Siggu eða Elvu á sjalfsmynd@gmail.com

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s