Nýtt-Fræðsla um sjálfsmynd fyrir unglinga, foreldra og starfsfólk.

Anna Sigríður, sálfræðingur hefur undanfarin misseri haldið fræðsluerindi og námskeið anna siggaum sjálfsmynd og sjálfstyrkingu fyrir starfsfólk og foreldra í leik- og grunnskólum. Sjálfsmynd er veigamikill þáttur í andlegri líðan og hefur áhrif á hvernig við hugsum, tölum og hegðum okkur. Sterk sjálfsmynd er eitt besta veganesti sem við getum gefið börnunum okkar út í lífið. Sjálfsmyndarfræðslan fjallar í stuttu máli um grunnstoðir sjálfsmyndar, helstu áhrifaþætti á sjálfsmynd og hvernig styrkja má sjálfsmyndina. Fræðslan hefur fengið góðar viðtökur og nú í haust bætist við sjálfsmyndarfræðsla fyrir unglinga.

Þrjár útgáfur eru af fræðslunni

1. Námskeið fyrir starfsfólk skóla. Námskeiðið er tvískipt (fyrir og eftir hlé) og fjallar fyrri hlutinn um hvað einkennir sterka sjálfsmynd, hverjir eru grundvallarþættir sjálfsmyndar og hvernig má hafa áhrif á þá þætti. Markmiðið er að auka þekkingu starfsfólks á þróun sjálfsmyndar og efla það í að styðja við aukið sjálfstraust nemenda. Síðari hluti námskeiðsins fjallar um eigin sjálfseflingu með það að markmiði að auka þol í streituvaldandi aðstæðum, vinna úr erfiðri reynslu, nýta betur eigin styrkleika, setja sér markmið í starfi, njóta sem best þess sem starfið felur í sér auk þess sem efnið nýtist hverjum og einum í daglegu lífi. Efnið er brotið upp með umræðum, æfingum og praktískum verkefnum sem henta vel til að nota áfram eftir námskeið, á einstaklingsgrundvelli eða í starfsmannahópum. Námskeiðið tekur um þrjár klukkustundir og kostar 70.000 kr.

2. Fyrirlestur fyrir foreldra. Fjallar um grunnþætti í þróun sjálfsmyndar og hvernig má hafa áhrif á þá þætti. Markmiðið er að fræða foreldra um hvernig vinna má að því að börn virki vel í leik og starfi, líði vel í eigin skinni og meti sig og aðra í sanngjörnu ljósi og efla foreldra í að styrkja sjálfsmynd barna sinna. Fyrirlesturinn tekur um eina klukkustund með umræðum og kostar 50.000kr.

3. Fræðsla fyrir unglinga. Fjallar um grundvallaratriði sterkrar sjálfsmyndar, samspil hugsana, hegðunar og tilfinninga, kenndar aðferðir og unnin verkefni til að efla sjálfsmynd. Markmið er að auka þekkingu á eigin sjálfsmynd og hvernig vinna megi að því að styrkja hana auk þess að dýpka skilning á mismunandi sjálfsmynd annara. Fræðslan tekur um eina klukkustund (æskilegt er að gera ráð fyrir hléi eða að stytta efnið örlítið sé ekki tími fyrir hlé) og kostar 40.000kr.

Anna Sigríður er sálfræðingur og starfar við greiningu, ráðgjöf, meðferð og fræðslu bæði á einkastofu og á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Áður starfaði hún í sérfræðiþjónustu við grunnskóla.
Hún stendur, ásamt öðrum fagaðilum, að heimasíðu um sjálfsmynd barna og unglinga, sjalfsmynd.com.

Hægt er að hafa samband við Önnu Sigríði til að panta fræðslu eða fá nánari upplýsingar, með tölvupósti annasiggajokuls@gmail.com eða í síma 693 4712

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s