Sjálfstyrking – Fjársjóðsleitin – Verkefnabók fyrir börn og unglinga

myndin

Elva Björk  höfundur sjálfstyrkingarnámskeiðs sem nefnist Fjársjóðsleitin er að leggja loka hönd á tilraunaútgáfu verkefnabókar fyrir börn og unglinga. Um er að ræða verkefnabók þar sem börn leita að eigin fjársjóði eða styrkleikum. Markmiðið með verkefnunum er að bæta líðan og sjálfsmynd barna, efla jákvætt hugarfar, styrkja jákvæða eiginleika og hvetja börn til að stíga út fyrir þægindaramma sinn, setja sér markmið og ná þeim. Efni bókarinnar byggir á verkefnum og aðferðum úr hugrænni atferlisfræði. Í verkefnabókinni má finna ýmis verkefni sem reynst hafa vel í sjálfsmyndarvinnu með börnum. Einnig má finna lýsingar á verkefnunum fyrir foreldra, kennara, námsráðgjafa og aðra sem vinna með börnum. Áhugasamir geta nálgast tilraunaútgáfu verkefnabókarinnar ódýrt með því að hafa samband við höfund  með því að senda tölvupóst á elvabjork@sjalfsmynd.com.

Elva Björk er sálfræðikennari og náms- og starfsráðgjafi. Hún hefur lokið MS námi í sálfræði og diplómanámi í náms- og starfsráðgjöf. Elva starfaði sem námsráðgjafi í grunnskóla í 6 ár og kennir sálfræði í framhaldsskóla og er stundakennari í HÍ. Elva hefur haldið sjálfstyrkingarnámskeið fyrir unga krakka sem nefnist Fjársjóðsleitin í nokkur ár.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s