Færum fyrirmyndir nær okkur

Rannsóknir hafa sýnt að tengsl eru á milli þess hve mikið stelpur skoða tísku/heilsu tímarit, myndir af fyrirsætum og horfa á tónlistarmyndbönd og hve óánægðar þær eru með sjálfar sig.

Það er því mikilvægt að hvetja stúlkur til að gagnrýna það sem þær sjá í sumum fjölmiðlum og átta sig á að ekki er allt sem sýnist. Stúlkur þurfa að vita að myndir af fyrirsætum eða öðrum í tímaritum eru oftast lagaðar til, jafnvel falsaðar eða manneskjan sem er á myndinni er ekki til.

Fyrirsætan Heidi Klum sagði frá því í viðtali að þegar hún var að byrja að vinna sem fyrirsæta tók hún þátt í myndatöku fyrir baðföt. Hún var spennt og hlakkaði til að sjá myndirnar þegar þær kæmu í tískublaðið. Ekki varð hún sátt þegar hún sá myndirnar í blaðinu þar sem þetta var bara ALLS ekki hún. Þegar hún fór að grennslast fyrir um þennan rugling kom  í ljós að 7 stúlkur voru boðaðar í myndatökuna. Þegar myndin birtist í tískublaðinu var búið að breyta myndinni á þann veg að brjóstin hennar Heidi Klum voru notuð og hárið, meðan magi af annarri stúlku var notaður, augu þeirrar þriðju, fætur af þeirri fjórðu og svo framvegis. Þannig að fyrirsætan á myndinni var hreinlega ekki til!!

Vinsæla verslunarkeðjan H&M var uppvís að svipuðu atferli fyrir stuttu síðan þegar bikiníauglýsing birtist með tilbúnum líkama og andlit mismunandi stúlkna bætt inn á myndirnar.

Stór þáttur í því að vinna gegn þessu er í raun að kaupa þetta ekki. Kaupa ekki það sem við sjáum og kaupa ekki blöðin. Með því móti getum við minnkað  áreitið og minnkað það að vera ávallt að bera okkur saman við aðra.

Einnig hefur það reynst mörgum stúlkum vel að finna sér aðrar fyrirmyndir. Stelpur sem eru óánægðar með eitthvað við eigið útlit t.d. nefið, maga, brjóst, hæð, geta notið góðs af því að færa fyrirmyndir nær sér. Þær geta leitað að fyrirmyndum sem hafa sama „útlitsgalla“ og þær telja sig hafa. Til dæmis leitað að fyrirsætum með nef sem líkist þeirra, maga, bjóst eða hæð sem svipar til þeirra.

Að bera sig saman við einhvern sem samkvæmt ríkjandi fegurðarviðmiðum er flottari en maður sjálfur getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmatið. Það getur því haft jákvæð áhrif að bera sig saman við einhvern sem líkist manni. Stelpur sem eru ekki grannar ættu til að mynda frekar að skoða myndir af flottum konur sem eru ekki grannar og bera sig saman við þær í stað þess að bera sig saman við grannar fyrirsætur. Auðvitað væri bara lang best að stelpur væru ekki að bera sig saman við aðra. En…. við gerum það.. og því mun betra að bera okkur saman við eitthvað sem líkist okkur.

Stúkur sem eiga það til að bera sig saman við fyrirsætur hafa talað um jákvæð áhrif þess að vinna eftirfarandi æfingu:

1. Skrifaðu niður hvað það er við útlit þitt sem þér líkar ekki við

2. „Googlaðu“ eða skoðaðu tímarit og blöð með það að markmiði að finna konur með þá eiginleika sem þú nefndir hér að ofan. Til dæmis, ef þú nefnir að þér líkar ekki við að vera lágvaxin/dökkhærð/þybbin, þá leitar þú að konum sem þér líkar við sem eru lágvaxnar/dökkhærðar/þybbnar.

3. Klipptu út myndir af konunum og útbúðu möppu með flottum fyrirmyndum sem líkjast þér – skoðaðu möppuna reglulega. Best er þó ef stúlkurnar finna fyrirmyndir sem þær geta litið upp til vegna annarra þátta en útlitsþátta. Til dæmis hafa myndir af Vigdísi Finnbogadóttur, Oprah Winfrey og íþróttakonum oft ratað í möppur stúlknanna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s